fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Er búin að vera einkabílstjóri í dag. Byrjaði daginn á að skríða á fætur og keyra Óskar suður í Hafnarfjörð, hann er nefnilega að vinna í að flísaleggja klósettherbergi í Leifsstöð þessa dagana, fer með verktakanum úr Hf. og vestureftir. Fór svo um hálf ellefu og náði í pabba og mömmu og keyrði þau í banka í Mjódd til að ganga frá láni og svo upp á Höfða í Íslenska Aðalverktaka, sem eru að byggja íbúð sem þau eru búin að kaupa uppi í Mosfellsbæ. Já, þau eru ekki af baki dottin, komin yfir áttrætt og enn að skifta um íbúð og flytja, nú í litla ellimannablokk sem mútta fékk augastað á þarna uppfrá. Af Höfðanum niður í Kringlu að athuga með nýtt batterý í gsm-inn frúarinnar, en fékk það ráð að hafa núverandi aðeins lengur til athugunar í gjörgæslu áður en hún fengi sér nýtt. Svo í Heilsuhúsið að kaupa banana handa pabba, græna ólifuolíu og eitthvað fleira. Síðan í Skólavörubúðina í Kópavogi að ná í fínan les- og HANDAVINNU-lampa með stækkunargleri, svo mín gamla geti haldið áfram að sauma og föndra. Hjálpaði henni svo að setja hann saman þegar við komum aftur upp í Grafarvog.
Eins og sjá má búin að gera víðreist ídag, en á ennþá eftir að keyra í Hafnarfjörð aftur og ná í krúttið mitt. Úlfur K. Alheimspiparsveinn hringdi í morgun, undur og stórmerki, hann er yfirleitt með slökkt á símanum eða með talhólf, sem hann sinnir svo seint og um síðir, eins og í morgun. Ætlar kannski að kíkja í kvöld.
Ekki hringir lækniskonan ennþá og enn heyri ég ekki af atvinnuumsókninni á Landspítala, kannski á morgun eða næstu viku. En hugsa að ég hringi nú bara í lækninn að fyrra bragði á morgun, þó hún segðist skýrt og skilmerkilega mundu hringja. Ómunarkallinn sagði 2 dagar þar til svar berst lækni og nú er komin vika. Púnktur í dag!
P.s. Þurfti ekki að ná í gaurinn, var keyrður heim að dyrum eftir púl dagsins. Ekki birtist piparsveinninn, hringdi í hann, hann er að fara að vinna í aukavinnunni sinni að vakta drukkið fólk í dyrum Ölstofunnar, púha, en þetta finnst boxaranum víst gaman. Ætlum að vera í bandi á morgun.
En mikið var "Bachelorinn" þunnur í kvöld, eintóm upprifjun og áður ósýnd viðtöl, þeir ætla greinlega að teygja lopan og treina sér þetta efni fram að jólum.

<- Þessi hefði trúlega ekki komist langt í Bachelornum, þó hann sé víst boxari!

Engin ummæli: