mánudagur, desember 26, 2005

Hæ og hó! Búin að hafa það rosa gott í gærkvöld og dag, eiginlega OF gott, því nú get ég ekki sofið fyrir MALLAPÍNU, er orðin algjörlega óvön öllu ofáti og líður bara illa af góða jólamatnum, ææ.
Léttreykt lambasteik í gærkvöldi og svolítið hangikjöt í dag, gott uppstúf og laufabrauð með og ris à la mandle á eftir, plús slatti af Nóa-Síríuskonfekti er greinilega ofviða mínum meltingarfærum. Kannski af því engu var heldur skolað niður með kaffi, sem ég held að hefði nú samt átt að verka jákvætt, það er að segja að hafa ekki drukkið neitt kaffi í dag. En hvað, það eru jólin, en maginn minn sem aldrei var mjög stór fer greinilega minnkandi!
Við höfðum það gott í gærkvöldi, Óskar vann á hótelinu frá 16-21, ég var hér heima að snúast á meðan, hlustaði á messuna í útvarpinu og stússaði við matargerðina, svo borðuðum við þegar hann kom heim. Síðan kom Úlfur í heimsókn um það bil sem við vorum að klára að borða og tók upp pakkana með okkur, síðan hélt hann áfram heimsóknarrúntinum og fór til Eysteins. Við tókum jóladaginn rólega, vorum bara hér heima, Óskar fór og náði í kútinn sinn í kvöld og Þráinn kom í heimsókn.

Engin ummæli: