sunnudagur, janúar 22, 2006

myspace


Jæja, þetta reyndist bara nokkuð góður dagur, enda er ég búin að sofa hann mest allan! Gekk nú ágætlega að koma mér af stað í gærmorgun, þó ég hafi varla sofnað neitt almennilega alla nóttina, nema svona einhverja dúra - en bætti mér það sem sé heldur betur upp í dag eftir að ég kom heim úr vinnunni, sem gekk fínt, bara svona passlega margt í matinn. Svo þarf ég ekkert að fara niður eftir í fyrramálið frekar en ég vil og þá ekki fyrr en kl. 8. Hugsa að ég fari nú samt og haldi kallinum mínum selskap eða sendi hann heim að sofa.
Horfði á Eurovisione forkeppnina í kvöld, ég var mjög hrifin af laginu Strengjabrúður og flutningnum á því. Eins fannst mér líka lagið sem Voces Thules söng bakraddir í ágætt og söngkonan flott í tauinu. Ég hló alveg rosalega að einu atriði í Spaugstofunni en man því miður ekki lengur um hvað það var, rosalega er maður kalkaður!
Svo horfði ég á allar bíómyndir kvöldsins á RÚV. Mynd með Söndru Bullock í meðferð fannst mér ágæt. Jennifer Lopez myndin var svona la-la og Jenniferleg. Svo horfði ég á myndina um stelpurnar sem lentu á heimili Magdalenusystra á Írlandi og voru látnar þræla þar í þvottahúsi í mörg ár, þó ég væri búin að sjá hana áður, hún var mjög góð, sem sjá má af því. Og nú er ég að fara að sofa! :o)


P.S. Ha,ha,ha, búin að rifja það upp að það var atriðið um Pétur Blöndal og Jón Ársæl, í túlkun Arnar og Gests, sem kætti mig svona rosalega í Spaugstofunni, þeir voru alveg brilliant og milljón líka! :o)

Engin ummæli: