

Maðurinn á myndinni framdi sjálfsmorð daginn sem þessi forsíða birtist á DV.
Hann hafði ekki verið fundinn sekur fyrir dómstólum, mál hans var í rannsókn hjá lögreglu, vegna ásakana ungra drengja í heimabæ hans. Nú er málið ónýtt og verður aldrei upplýst, maðurinn verður hvorki dæmdur sekur né saklaus af þessum ásökunum vegna framgöngu æsifrétta- og sorasnepilsins DV. Í bréfi sem maðurinn skrifaði til fjölskyldu sinnar áður en hann tók líf sitt segist maðurinn saklaus af þessum ákærum.
- Trúir maður ekki orðum deyjandi manns?
Ég held það hljóti að verða að rannsaka mál þessara drengja og af hvaða hvötum þeir komu fram með svo alvarlegar ásakanir, hvort það var eingöngu til að ná sér niður á óvinsælum kennara, eða hvort eitthvað annað og meira var þarna í gangi. Það verði að reyna að finna út hvað lá að baki ásökunum þeirra, því þetta er svo sjúkt. Eins held ég að allir aðilar hljóti að vilja að sannleikurinn komi í ljós, hver sem hann er, þó líklega verði aldrei hægt að sanna neitt í þessu máli.
- En DV (sem sumir eru núna farnir að kalla Daglegan Viðbjóð) er svo sannarlega ekki rétti vettvangurinn til að fjalla um mál af þessum toga!
VINSAMLEGAST SKRIFIÐ YKKUR Á UNDIRSKRIFTALISTANN
- OG HÆTTIÐ AÐ KAUPA DV !
- það er að segja ef þið hafið keypt það.
Ég held ég hafi keypt það 2svar, til að lesa hvað væri verið að skrifað þar um einverja sem ég þekki, sem ég man ekki lengur hver voru eða hvað var verið að skrifa um þau.
Aldrei aftur, og vonandi fer það á hausinn, ef það breytir ekki um stefnu eða verður ekki stoppað af á einhvern annan hátt.
4 ummæli:
Hæ Greta, hvað ferðlaga kisur varst þú að meina - ég er alveg mega forvitin - hehe.
Og hvernig fórstu að því að setja áskorunina á bloggið þitt? Hún vildi bara koma allra neðst á síðuna mína og sést varla þar.
Annars er ég enn og aftur eftirsótt af þessum klíkupíkum, sem því miður koma frá barnalandi.is, sem er sami sorinn og DV.
kveðja, Þorbjörg
Áskorunin: Klikaðu á auglýsinguna sjálfa, þá sérð neðst á þeirri síðu þetta: Veittu stuðning og auglýstu undirskriftarlistann á vefnum þínum.
Klikkaðu á þessa línu og þá færðu html-kóða til að copy/pasta á síðuna þína.
Það er slatti af svona sóðakjöftum á private.is þar sem ég hef verið að rífa dáldið kjaft, kisinn minn er nú reyndar þannig til kominn.
Lausn á kisugátunni finnur þá á blogg-línkalistanum mínum!
Sannleikurinn alla leið
Tökum svona kauða
dæmum hann til dauða
forsíðuna auða
viljum ekki í dag
Ekki benda á mig
segir ritstjórinn
ég skrifa bara sannleikann
það er það eina sem ég kann
Ekki benda á mig
hvíslar sá nafnlausi
og á lyklaborðið slær svo létt
þetta var jú sölufrétt
Ekki benda á mig
hrópar eigandinn
ég skipti mér aldrei af
þessa skipun ég aldrei gaf
Tökum svona kauða
dæmum hann til dauða
forsíðuna auða
viljum ekki í dag
Ekki benda á mig
hrópar staffið allt
sannleikann verðum að segja
sorry að hann skildi deyja
Ekki benda á mig
stamar sá sem auglýsir
í blaðinu dótið sitt
það er þeirra hvernig þeir selja sitt
Ekki benda á mig
vælir kaupandinn
röddin fölsk og rám
ég les aldrei svona klám
Tökum svona kauða
dæmum hann til dauða
forsíðuna auða
viljum ekki í dag.
Ekki benda á mig
segir sá siðblindi
og glottir í linsuna breitt
fyrir þetta ég fæ víst greitt.
Ekki benda á mig
segir hræsnin og krossar sig
ég veit hver sannleikurinn er
og það hentar alveg mér.
Tökum svona kauða
dæmum hann til dauða
forsíðuna auða
viljum ekki í dag.
Hvað er sannleikur?
spyr ég
í öllum litum
svara ég
sannleikurinn er meira
en hið prentaða orð
sannleikurinn getur aldrei,
réttlætt vinur aldrei
í hans nafni sé framið morð
höf: Bubbi Morthens
Kveðja frá Löllu
Einn mest lesni íslenski vefur á netinu, Visir.is, er ennþá að auglýsa DV til lesturs ókeypis, og þar getur hver sem er farið inn og lesið DV. Á sama tíma eru þeir að fjalla um þetta mál og virðast vera yfir sig hneykslaðir á því hvað þetta tiltekna mál gékk langt.
Svolítið mikil tvöfeldni í því, myndi ég segja. Mætti kannski ympra á því við þá, hvort þeir ætli að halda áfram að styðja þetta sorablað.
kveðja, Lalla
Skrifa ummæli