þriðjudagur, janúar 10, 2006

Vincent van Gogh
Noon: Rest From Work (After Millet)
1889-90; Musée d'Orsay, Paris


Í dag fór ég í mína reglulegu ársfjórðungslegu heimsókn til sérfræðingsins míns. Svo sem ekkert gert nema spjalla, smá skoðun og taka blóðprufu.
Ég var fegin að hann vakti að fyrra bragði máls á því sem ég hef sjálf verið að spá í undanfarið, sem er að athuga hvort ekki sé kominn tími á að ég fái að taka aðeins út hjá þjóðfélaginu fyrir minni framfærslu, meira en hinn almenni borgari fær í staðinn fyrir sitt framlag til þess, sem sé að sækja um örorkulífeyri eða örorkustyrk að einhverju leyti. Hann áleit samt að það væri betra fyrir mig að fá tíma hjá heimilislækninum mínum og ræða um þetta við hana, vegna þess að hann hefði ekkert vit á þessum málum! Svo nú er bara að drífa í að panta tíma hjá henni (heimilislækninum). Gott mál.
Svo þarf ég líka í framhaldi af því að spá í að fá pening úr lífeyrissjóðunum sem ég hef borgað í frá því ég var tvítug.
Mér fyndist satt að segja ansi súrt í broti að fá ekkert af því til baka og að hafa bara verið að borga undir Jón og Gunnu í ellinni, takk fyrir, þá hefði verið nær að mega leggja þennan pening á bankabók. Svona hugsa ég nú.

Engin ummæli: