laugardagur, febrúar 04, 2006

Klukk

Ég sá þetta klukk á síðunni hennar Gerðu frænku minnar og langaði að svara þessu, þó svo ég hafi ekki verið klukkuð, ef einhver hefði gaman af að lesa. Ég ætla ekki að klukka neinn, en allir sem lesa þetta blogg mega alveg svara þessu líka!*4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:
ER
Judging Amy
Sex in the City
Spaugstofan

*4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur:
As Good as it Gets
The Pianist
Il Postino
La Vita è Bella
Stelst til að bæta einni við, íslenskri og frábærri:
Dansinn
...og margar, margar, margar fleiri...

*4 heimasíður sem ég dinglast inn á næstum daglega:
the millenium mouse, já, einmitt, ég sjálf! Mín mörgu blogg...
einmitt
Inspiratations and Creative Thoughts
Mindless musings of an unmindful Mind

*4 uppáhalds máltíðir:
Bara einhver máltíð af matseðlinum á Shalimar.
Soðin ýsa og kartöflur með smjöri og seiddu rúgbrauði í heimahúsi, best að hafa líka salat eða eitthvert grænmeti. Líka soðinn eða steiktur silungur, sjóbirtingur er bestur, með nýjum kartöflum og smjöri og sakar ekki að hafa smá saxaðan graslauk líka. Mega líka vera niðurskornir íslenskir tómatar og gúrka með. Nammi.
Humarsúpa með skvettu af sítrónu sem ég kreisti sjálf út í og glasi af hvítvíni með, gjarnan Við fjöruborðið á Stokkseyri.
Kjúklingur með kúskús (couscous), helst á marokkóskum veitingastað sem má alveg vera í Suður-Frakklandi.

*4 uppáhalds geisladiskar:
Buena Vista Social Club
Cesaria Evora
Hotel California
Hotel California - aftur - eins og ég spila líka diskinn (og alla þessa diska), aftur og aftur og aftur...
Baroque Guitar Music

Og þá er þetta komið! Klukk, klukk, klukk!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe, má ég ekki klukka þig, svo þú verðir að svara aftur, klukka þig hér með

Þorbjörg