sunnudagur, febrúar 19, 2006

Litla Júróvisjón

Já, þetta var gaman í gærkvöldi, þó það hafi alls ekki verið besta eða mest grípandi lagið sem vann, að mínu áliti og þó svo Silvía Nótt og hennar lið séu góðir leikarar og atriðið bráðfyndið. En hefðum við sent Spaugstofuna út ef þeir hefðu verið nógu fyndnir, eða var það bara "útgeislun og kynþokki" Silvíu sem réð ferðinni? Auðvitað ekki það batterí sem á bak við hana stendur, nei, nei, nei?
En afstaðan til þess að senda hana ræðst alveg af því að mínu áliti hvort við tökum þessa keppni alvarlega eða ekki. Mér finnst þetta atriði Silvíu&Co. vera alveg í stíl við atriði Páls Óskars á sínum tíma, sem hann hefur viðurkennt í viðtölum að hann hafi eingöngu hugsað til að vekja athygli á sjálfum sér og kannski að hrista upp í einhverjum í leiðinni, hann hafi alls ekki átt von á að vinna! Svo er eftir að vita hvort aðrir Evrópubúar fatta grínið, eða verða kannski annað hvort forviða á hvað við séum vitlaus eða móðgaðir, því þetta er náttúrlega þrælgóð grínútgáfa af sumu sem hefur sést á palli í þessari keppni, og líka hvort þeir vilja sjá grínatriði tróna á toppnum í svona keppni, sem hefði nú svo sem gerst áður, þó það sé þá alveg óvart. En mörg laganna og flutningur þeirra voru það glæsileg að manni finnst dálítil synd að það sé gengið framhjá þeim í svona keppni. Mörg laganna voru tónlistarlega svo miklu betri. Mér finnst þetta aðallega eins og ég sagði hér áður spurning um hversu alvarlega við viljum taka þessa keppni, hvort við viljum senda "alvöru" framlag, eða bara svona grín, þó það sé vel útfært?

Var að lesa umræður á netinu um þetta áðan, skiptar skoðanir um framlagið okkar, en ekki spurning að það vekur eftirtekt! En eins og sumir spyrja þarna: Á að hafa þetta vettvang fyrir fólk sem tekur það sem það er að gera alvarlega, eða á bara að breyta þessu í brandarakeppni? Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem taka þetta alvarlega og virkilega binda miklar vonir við þessa keppni?
Ágætar pælingar....

En að minnsta kosti færi glæsilegt lag út ef eitthvað kæmi upp á hjá Silvíu...hmm...það er víst í gangi glæpasaga á netinum um einmitt þann möguleika, sagt frá því í Fréttablaðinu... ;o)

En það er staðreynd að það komast víst ekki allir í fyrsta sæti...þannig að...

"Anyways"...ÁFRAM ÍSLAND...HALLÓ ÍSLAND...TIL HAMINGJU ÍSLAND! ;o) Því auðvitað er þetta allt saman til gamans gert, þegar öllu er á botninn hvolft, eða þannig...;o)

Hér má lesa spjall um hvað öðrum Evrópubúum finnst um Silvíu og lagið hennar. Skiptar skoðanir, eins og við er að búast! Hér er eitt mjög jákvætt dæmi (og spáið í að það er frá einhverjum gæja í "austantjaldslandi" eins og það var einu sinni kallað):

Zoran Mitrovic [18303]
Sun 19 Feb 2006 12:04:32

What an EXTRAVAGANZA from Iceland ! Silvia shaked Iceland last night!

All the best in Athens!

Congratulations Iceland
For me being born here!
I'm Sylvia Night, shining in da light!
Eurovision nation, I'm going for you
gonna rule this stuff
Demand a whole bunch of points

Engin ummæli: