Svo var kominn tími til að drífa sig í yoga, þar þrælaðist ég í gegnum allar "mjúku" æfingarnar með töluverðum erfiðismunum, en mikið rosalega hef ég gott af þessu, þó ég sé öll aum í skrokknum núna eftir þetta. Þetta var bara í þriðja sinn sem ég fór í tíma, en ég finn strax mun á mér hvað ég er betri í bakinu og aðeins léttari á mér.Í fyrramálið fljúga frumburðurinn og frúin hans til Parísar, þar sem þau hyggjast dvelja í fimm daga. Vonandi skemmta þau sér vel og eiga góðan tíma í heimsborginni. Yngri sonurinn hins vega nýkominn úr skreppitúr til Bandaríkjanna í 10 daga, ungviðið mitt á ferð og flugi þessa dagana!
1 ummæli:
Hehehehe...já síguna eðlið segir til sín í þessari fjölskyldu! ;-)
Skrifa ummæli