fimmtudagur, maí 11, 2006

Doddoroddodo...

Enn einn skemmtilegur skemmtidagur í lífi mínu! Ég byrjaði á því að keyra mömmu mína til augnlæknis og í búð þar á eftir, drakk svo kaffi með foreldrunum og hélt svo í mína eigin reisu. Trallala, nebbnilega fór ég á lagerútsölu við hliðina á Góða Hirðinum og keypti þennan líka fína jakka og pils frá H&M á hálfvirði. Svo dreif ég mig í GH og sallaði þar á mig slatta af munum, þörfum og óþörfum. Rakst þar líka kunningja sem var ekki verra, fyrst hitti ég Gyrði, auðvitað niðursokkinn í bók, og svo voru tónlistarhjónin Hörður og Inga Rós þarna að skoða forláta antik fataskáp, sæt og fín og elskuleg, eins og ævinlega.

Svo var kominn tími til að drífa sig í yoga, þar þrælaðist ég í gegnum allar "mjúku" æfingarnar með töluverðum erfiðismunum, en mikið rosalega hef ég gott af þessu, þó ég sé öll aum í skrokknum núna eftir þetta. Þetta var bara í þriðja sinn sem ég fór í tíma, en ég finn strax mun á mér hvað ég er betri í bakinu og aðeins léttari á mér.

Í fyrramálið fljúga frumburðurinn og frúin hans til Parísar, þar sem þau hyggjast dvelja í fimm daga. Vonandi skemmta þau sér vel og eiga góðan tíma í heimsborginni. Yngri sonurinn hins vega nýkominn úr skreppitúr til Bandaríkjanna í 10 daga, ungviðið mitt á ferð og flugi þessa dagana!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Hehehehe...já síguna eðlið segir til sín í þessari fjölskyldu! ;-)