
Það er ein skýring á því af hverju bílstjóri þessa bíls lagði eins og hann gerði.
Eins er þessum jeppa lagt á "týpiskan" hátt fyrir þessa gerð farartækja, það er að segja ekki í mitt stæðið, heldur á ská og tekur þannig í reynd yfir tvö stæði í staðinn fyrir eitt. Frekja!
Er ekki X-B ekki bara orði EX...á ensku?
6 ummæli:
Hahaha..góður ;)
Af því að ég er nú í fúla skapinu núna, sendi ég þér link á síðu, þar sem kona sem virðist hafa hlutina á hreinu hvað varðar lausnir á hinum ýmsu sjúkdómum, þá sendi ég þér þennan link, þar sem hún er að skrifa um okkar ágæta kennara. Ef þú vilt ekki að aðrir sjái þetta, endilega takktu þetta þá út.
http://www.myblog.is/MissB/3240/
Má kannski bæta því við að þetta er mjög sennilega sama manneskjan, eða önnur manneskjan sem falsaði hótunarbréf til mín í H nafni, og er hún sjálfsagt að reyna að upphefja sjálfa sig með þessum ummælum sínum. Það sem er kannski fyndnast við þetta að hún og maki hennar titla sig áfengisráðgjafa, þótt alla vega enginn hjá SÁÁ vilji kannast við þau sem slík, og eru þau nú að safna pening til að koma upp heimili fyrir alka, þar sem þau myndu vera ráðgjafar.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá aftur hvað hún H kennari er dugleg að finna út hver er að koma með skíta komment á síðuna hennar.
Kveðja úr Snælandinu góða ( þori ekki að segja meira )
Veistu, ég held ég sé ekkert að henda þessu kommenti þínu út, en ég nenni samt ekki að velta mér upp úr einhverjum kritum um alkohólisma og stafsetningu og snobb eða ekki...bara...bæ, bæ...
Bæ bæ til baka
Þetta átti víst að vera bæ bæ til baka frá Löllu - hef ég gert þér eitthvað eða??? Get ég þá fengið að vita hvað það er !
Lalla
Nei, þú hefur ekkert gert mér, Lalla mín, með bæ bæ átti ég við að ég nenni ekki einu sinni að setja mig inn í það þó einhver kolrugluð manneskja sé að setja dónaleg komment í blogg hjá öðru fólki, að minnsta kosti á meðan ég fæ frí frá slíku. Svona er ég nú bara eigingjörn!
Ég var ekki búin að lesa bloggið hennar Hörpu þegar ég svaraði þér, en auðvitað finnst mér ömurlegt að einhver sé svo sjúkur að láta svona eins og þessi manneskja sem skrifaði komment hjá henni undir fölsku nafni, að því er virðist, en eins og ég segi, þá segi ég bara bæ bæ við slíka!
Skrifa ummæli