laugardagur, maí 20, 2006

Húrra! Húrra! Húrra!

Ég fer á tónleika með Miriam Makeba í kvöld!

Þetta er síðasta tónleikaferðin hennar á ferlinum. Hún er 73 ára og orðin þreytt á að ferðast, en hún ætlar ekki að hætta að syngja inn á hljóðritanir, svo það verður hægt að kaupa diska með nýrri tónlist með henni áfram.

Þessa plötu með henni og Harry Belafonte fékk ég að gjöf fyrir 36 árum síðan. Kunningi minn færði hana yfir á disk fyrir mig fyrir tveimur árum, svo nú er ég á leið með plötuna í Sorpu/Góða Hirðinn. Hún er vel með farin og heilleg enn, þó hún sé gömul og mikið spiluð, svo kannski vill einhver eiga hana.

Engin ummæli: