föstudagur, júlí 28, 2006

Bíó

Ég fór í gærkvöld í Laugarásbíó að sjá myndina "Stormbreaker" (hvernig útleggst það nú á íslensku?), enda löngu kominn tími á bíóferð hjá mér. Þetta er létt og ágætlega leikin bresk spennumynd, enda sjást þarna vel þekktir leikarar, bæði í aðal- og svokölluðum aukahlutverkum. Lúnkinn breskur húmor í hávegum. Þarna koma við sögu skemmtilega staðlaðar og ýktar persónur, bráðfyndin spennuatriði og kostulega samklippt myndskot ásamt skírskotunum í James gamla Bond. Aðalsöguhetjan er þó allmörgum árum yngri en hann þegar hann var upp á sitt besta. En þess má geta hér í leiðinni að mér sýndist ég sjá þarna á leikvellinum bæði Rómaríó hennar Silvíu og Góndálísu Ræskrispí og jafnvel fleiri heimsfræga karaktera!
Góð skemmtun eina kvöldstund.
Wikipedia: Stormbreaker
IMDb: Stormbreaker

Engin ummæli: