sunnudagur, ágúst 06, 2006

Brúðkaup


Þessa verslunarmannahelgi hef ég skemmt mér við að skanna inn og lagfæra myndir sem ég tók í brúðkaupi Völu og Jóa.
Hér sjáið þið eina útkomuna. Þetta er mynd sem ég klippti út úr annarri stærri (sem var ómöguleg, því á henni voru svo margir með rauð augu sem mér tókst ekki að laga), þess vegna er hún óskýr, svo bætti ég við soft fókus. Doppurnar, sem ég valdi litina í út frá rósinni hans Jóa, setti ég til að losna við bera handleggi og skalla út úr myndinni!


Hér er önnur. Mér fannst gæinn á myndinni svo fúll á svipinn og í mikilli mótsögn við sælusvipinn á brúðinni að mér dettur helst í hug að hann að hann hafi séð svona eftir að vera búinn að missa af henni...:o( Þess vegna klippti ég hann bara út og setti stjörnur hringinn í kring um hina hamingjusamlega nýgiftu frú!

Skoðið fleiri myndir hérna:

2 ummæli:

Unknown sagði...

Virkilega flottar myndir :-)

Saumakona - eða þannig sagði...

Takk! ;o)