sunnudagur, ágúst 20, 2006

Kveðja frá liðnum tíma...


...Eigið góðan sunnudag!

Fljótt varð þessi stúlka dugnaðarforkur: Litla frænka er voða dugleg að keyra frænda sinn í kerru. Ásta Sólveig, Lillý og í kerrunni situr kappinn Eysteinn og horfir á heiminn.

...tvær myndir fyrir Lillý, því ég veit að hún er svo dugleg að heimsækja bloggið mitt. Allar þessar myndir eru teknar á Þórshöfn á Langanesi, veturinn 1974-75, nema efsta myndin af Eysteini sofandi, sem var tekin kringum jól og áramót á Húsavík.
Hérna var svo litli gaurinn vaknaður, kvefaður og lasinn, stendur aftan á myndinni. Að vísu var þessi mynd tekin í annað skipti en hin, en "átfittið" er það sama, - pilturinn tolldi aldrei í náttbuxum, eins og sjá má.

Engin ummæli: