Eina haldbæra skýringin sem ég finn á þessu bloggleysi er sú að það vanti í þetta fólk þau gen sem sjá um þær heilstöðvar sem sýndar eru á meðfylgjandi mynd hér fyrir ofan. Samkvæmt því hlýt ég að vera stökkbreytt afbrigði af ættinni. Sennilega hef ég einhvern tíma á ævinni orðið fyrir einhvers konar geimgeislun, eða jafnvel verið numin á brott af geimverum og allar minningar um það síðan verið þurrkaðar út, en stökkbreytt blogg-gen, sem gert hefur verið virkt, er síðan það sem eftir stendur af því ævintýri. Þetta er eina sennilega skýringin.
En þó er sá hængur á að ef sú væri skýringin ættu synir mínir að vera prýðisgóðir bloggarar, sem þó er ekki raunin, svo kannski verð ég að finna svör við spurningum mínum um þetta efni annars staðar. Hmm...
Geimverur blogga!
Það er svo kannski heldur seint í rassinn gripið að segja svona,
en segi það samt:
en segi það samt:
Verið nú stillt um helgina!
Sjálf er ég alltaf stillt og fer aldrei neitt um verslunarmannahelgina, nenni ekki að taka þátt í þjóðvegaumferð og meira og minna blautri tjaldvist þessa daga.
1 ummæli:
Ég á líka við þetta vandamál að stríða. Reyndar heldur dóttir mín úti myndasíðu og tengdasonur minn bloggar, en bókstaflega enginn annar í familíunni. Mjög fúlt.
Blogg-kveðjur, GAA (:-)
Skrifa ummæli