laugardagur, ágúst 19, 2006

Mengandi gáfumenn

Hmm...var það ekki Finnur Ingólfsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sem ég heyrði segja í fréttapistli hér um árið að það gerði ekkert til þó að ryki úr verksmiðjunni sem stóð til að reisa, þar sem reykurinn myndi allur fjúka út á sjó...það minnir mig, satt að segja...vonandi að hann og aðrir mikilsmegandi hafi aðeins menntast í umhverfismálunum síðan...

Ég var að ákveða með sjálfri mér í þessu að ég nenni ekki niður í bæ í mannþröngina á menningarnótt. Það er ekki ráðlegt að vera að þvælast þar á einkabíl og lenda í barningi með stæði og þurfa svo að þramma langar leiðir fótgangandi. Æ, nei, ég nenni því ekki! Þá vil ég heldur vera bara í rólegheitunum hérna heima hjá mér. Í staðinn ætla ég að skella hér inn til hliðar skanni af gamalli úrklippu úr Mogga með ljóði eftir föður minn. Að vísu ætti þetta ljóð kannski betur við á 17. júní, þar sem það er ort til Jóns Sigurðssonar, en ég álít samt sem áður að efni þessi geti allt eins átt vel við á afmælisdegi Reykjavíkur/Kjalarneshéraðs.

Engin ummæli: