Nú er bara komið sólskin og blár himinn, eftir alla rigninguna undanfarið; veðurfarið í þessu landi er svo sannarlega undarlegt!
Ég fór í Bónus í dag og keypti mér ÖRTREFJAKLÚT (reyndar á tilboði, aðeins 99 krónur stykkið), sem ég vonast til að geti hjálpað mér í baráttunni við rykkornin örsmáu sem vilja slæðast með á ljósmyndunum sem ég skanna og verða þar að leiðinlegum, hvítum doppum og eru þeim mun meira áberandi og hvimleiðari sem myndirnar eru betri að gæðum.
Svo fór ég líka í BT og keypti mér pappír til að prenta ljósmyndir í stærðinni 10x15, átti bara A-4, sem er of mikið splæs þegar maður er bara með eina mynd sem maður vill prenta í þessari stærð. Keypti mér líka "kortagerðarpappír", bæði til að prenta á alls konar teikningar o.þ.h. og líka til að gera kort með ljósmydum. Spennó!
- Þannig að ef einhvern í fjölskyldunni vantar að láta útbúa fyrir sig ljósmyndir eða kort, þá er ég til í slaginn... ;o)
Stillti mig samt um að kaupa "pappír" (eða sennilega er það e.k. filma) til að strauja á boli, kíki kannski á það seinna, alla vega fínt að vita af því að það er til þarna. Langar tölvuvert til að spá í það.
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Frábært. Vissi ekki að hægt væri að fá svona til að setja á boli. Geri það næst þegar ég þarf að kaupa gjöf!
En hvernig í veröldinni þú finnur tíma í þetta, það er mér hulin ráðgáta. Ertu ekki með 24 tíma eins og við hin?
Bestu kveðjur,
GAA
Ég vildi óska að ég hefði meira en 24 tíma stundum, því mér finnst tíminn fljúga frá mér, jafnvel þó ég sé ekkert að vinna. Svo þyrfti ég nú reyndar að vera duglegri að fara út að ganga. Og líka að fara í sund, það finnst nuddaranum mínum honum Wolfgang að minnsta kosti. Ég er búin að hanga allt of mikið í tölvunni síðustu dagana, en mér finnst bara svo rosalega gaman að stússast þetta með myndirnar mínar!
Skrifa ummæli