mánudagur, september 25, 2006

Hreinlætistæki

Svona baðkar, vask og klósett átti ég þegar ég var lítil, nema hvað mitt sett var ennþá krúttlegra, með myndum af sjávargróðri og dýrum á vaskinum og baðkarinu. Ég man ekki alveg hvort ég á ennþá baðkarið einhvers staðar niðri í kassa, en klósettinu og vaskinum tókst sonum mínum að rústa þegar þeir voru litlir. Svo sem ekkert mál að rústa klósettinu, með setu og loki sem hægt var að opna og loka, en vaskinum rústaði Eysteinn með því að tylla fætinum á því (sem var holur að innan) yfir pinna fyrir Carmen-rúllur og setja svo í samband. Það var lán að ég fann hitalykt áður en vaskurinn bráðnaði yfir tækið eða það kviknaði í, en fóturinn var auðvitað orðinn kengboginn. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um frábæra snilld frumburðarins við að rústa hlutum! Einu sinni setti hann til dæmis "bensín" (það er að segja vatn) á bílinn hans afa síns á Húsavík. Blöndunartæki á sturtu í læknishúsinu á Þórshöfn rústaði hann með berum höndunum þannig að pípari gat ekki einu sinni lagað það (hann klóraði sér bara í hausnum og skildi ekkert í því hvernig barnið heði farið að þessu!) og það varð að kaupa nýtt. Hann bræddi líka einu sinni úr ryksugu heimilisins þegar hann var að gefa Barbapapa súrefni með innsoginu! Aldrei fékk ég á vissu tímabili að hafa varaliti eða kúlupenna í friði, þeir voru annars vegar brotnir og hins vegar skrúfaðir í sundur og gorminum týnt, þrátt fyrir það að sonurinn ætti að vita að veskið hennar mömmu væri friðheilagt, það mátti aldrei og alls ekki taka neitt úr því. Eins heimtaði ég þau lágmarks mannréttindi að fá að vera í friði á baðherberginu, það var þó samt ekki alltaf farið eftir því, heldur bankað á hurðina og kallað: "Mamma, ertu ekki að koma?!"
En þessi pínulitlu plasthreinlætistæki sá ég sem sagt auglýst á uppboði á eBay um daginn, en tímdi ekki að bjóða í, bæði minnir mig að mér hafi þótt þau orðin heldur dýr og eins fannst mér víst hálf kjánlegt að borga rándýra sendingu og toll af svona gömlu dóti. En kannski á ég samt sem áður eftir að versla eitthvað af húsgögnum fyrir dúkkuhús frá Ameríku, ef ég rekst á eitthvað reglulega fallegt, í stíl við húsgögnin sem Heiða átti einu sinni, ef það kostar ekki fleiri tugi ef ekki hundruð dollara.

3/10 P.s. Svo fór það vitanlega þannig að ég rak augun í NÁKVÆMLEGA ALVEG EINS sett og ég átti á eBay, fyrir utan að vaskinn vantar. Svo ég fór á stúfana og bauð og vann, þannig að á næstunni verður þetta yndislega sett á leiðinni til mín í pósti! Ég þarf bara að byrja á því að þvo það ofurvarlega þegar ég fæ það, svo málningin skaddist ekki, seljandinn sagðist hafa viljað eftirláta væntanlegum kaupanda hreingerninguna.
(Já, þetta finnst MÉR fallegra en Bing & Grøndal!)


...Og með því koma reyndar þessar fallegu jólabjöllur til að bretta út, sem ég vann af sama aðila. Svona bjöllur voru til heima þegar ég var lítil. Þetta var örugglega með því fyrsta af svona dóti sem var flutt til landsins eftir seinni heimstyrjöldina.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er hreinn unaður. Miklu skemmtilegra en Bing&Gröndal styttur!

Saumakona - eða þannig sagði...

Miklu skemmtilegra! :)

Dúa sagði...

Vá ég átti svona bleik hreinlætistæki þegar ég var lítil...fyrir pínulítið lukkutröll sem ég átti....ahhhh nostalgía :)

Er ég alveg búin að missa af Kolaportinu? Hvernig væri nú að taka mig með í Góða hirðinn einhvern tíma eða Kolaportið?

Dúa sagði...

Hei já og gefa mér upp rétt msn sem ÞÚ ert að nota en ekki einhver höslari í gömlu tölvunni? :D

Skyldi ekki hvað þú varst orðin vingjarnleg þarna um daginn að senda mér stóra kossa og hjörtu í sífellu hahaha.

Saumakona - eða þannig sagði...

Ég verð að koma mér upp nýju til að geta það, ég er ekki farin að fá mér nýtt ennþá. Þú og Úlfur, sonur minn, eruð eina fólkið sem ég hef spjallað við á msn.

Paula Mastop Bentes sagði...

Þarftu autt neyðarnúmer hraðbankakort til að mæta fjárhagslegum þörfum þínum og ég vil bara segja heiminum mína reynslu af öllum. Ég fann gabba sem hét Mike. hann er virkilega góður í því sem hann gerir, ég spurði um BLANK hraðbankakortið. ef það virkar eða jafnvel er til þá prófaði ég það og bað um kortið og ég er sammála skilmálum þeirra. þremur dögum seinna fékk ég kortið mitt og prófaði það með næsta hraðbanka sem var nálægt mér, mér til mikillar furðu virkaði það eins og töfrabragð. Mér tókst að taka upp allt að $ 4000. Þetta var magnaður og hamingjusamasti dagur lífs míns. það eru engar hraðbankar vélar, þetta BLANKA hraðbankakort getur ekki komist inn í það vegna þess að það er forritað með ýmsum tækjum og hugbúnaði. Mér fannst bara að þetta gæti hjálpað okkur sem þurfum á fjárhagslegum stöðugleika að halda. Kortið breytti virkilega lífi mínu. ef þú vilt hafa samband við þá, HÉR er tölvupóstur: blankatm156@gmail.com

Fred sagði...

Halló ég heiti Scott Mcall. Mig langar að nota þennan miðil til að deila fyrir ykkur hvernig líf mitt breyttist til hins betra eftir að hafa kynnst góðum tölvusnápur, ég fékk $ 15.000 USD á meðan ég vann með þeim. Þeir eru virkilega skilvirkir og áreiðanlegir, þeir framkvæma ýmis hakk eins og.
AUTT hraðbankakort
PAYPAL HACK flutningur
Vesturbandalagið hakk
PENINGARÁSKRÁ
BITCOIN FJÁRfesting

Vinsamlegast hafðu samband við þá í gegnum Jaxononlinehackers@gmail.com ef þú hefur áhuga á einhverju af þessu
WhatsApp: +1 (219) 2714465

Hafðu samband við þá í dag og vertu ánægður