mánudagur, október 08, 2007

Gamla Blogger-bloggið mitt

Þetta er gamla bloggið hennar Gretu Bjargar. Héðan er sem sé þetta blessaða saumakonu-nafn til komið, á bloggum konu sem aldrei saumar (nánast). Nafnið var sem sé skírskotun í vísnaleikinn "ein ég sit og sauma, inni í litlu húsi" og bloggið hét í upphafi "inni í litlu húsi" (áður en það breytti um útlit og saumakonan gerðist vitavörður), tilvísun í að "enginn kemur að sjá mig, nema litla músin". Já, ég var víst eitthvað svolítið einmana í sálinni þegar ég byrjaði það blogg, fannst að minnsta kosti fáir kíkja við. Ýmislegt hefur breyst síðan, en ég verð nú víst áfram nokkuð sérvitur og hlédrægur einfari, þó þeir sem mig þekkja viti að ég get alveg sýnt af mér kæti í góðra vina hópi, ef svo ber undir.

Engin ummæli: