
Fór og erindaði út í bæ í dag, það er leiðinda rigning og rok og mikið skrambi er orðið dimmt, maður sér varla handa skil og verður bara smástressaður í umferðinni, sem ég þó yfirleitt læt ekki fara í mig á meðan sæmilega bjart er í lofti. En svona er víst að búa á þessari eyju hér á norðurhjaranum, stundum skil ég ekki af hverju ég fæddist/var látin fæðast hér, fatta það á sumrin, en á veturna læðist oft sú hugsun að hvað það hefði verið yndislegra að búa nær miðbaug á þessum árstíma.
Það var eitt sem mér féll vel við í Afríku, að þar birtir kl. 6 og verður dimmt kl. 6, regular as clockwork, svo er bara regntími og þurrkatími, sem er gott, ekki þörf að þreyja umhleypinga með hitastigið sífellt rokkandi yfir og undir frostmarkið til skiftis. Held það væri þá betra að hafa fannfergi allan tímann og svo kæmi almennilegt vor þegar vorið á að koma, eins og mér skilst að það sé í löndum Mið-Evrópu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli