
Það var tónlistarveisla á
RÚV sjónvarp í kvöld! Þar fluttu
Guðrún Gunnarsdóttir,
Friðrik Ómar Hjörleifsson og
Ólafur Gaukur með hljómsveit fullt af "gömlum og góðum" lögum. Þau túlkuðu þessi skemmtilegu og fallegu lög snilldarlega vel og fataðist hvergi. Sviðsframkoma beggja söngvaranna var örugg, leikandi létt og glaðleg og söngurinn eins og best varð á kosið. Gaukurinn klikkaði auðvitað ekki í sínu gítatspili. Maður var bara farinn að iða í gamla hægindastólnum hér heima í stofu og gamla hjartað lyftist upp.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli