fimmtudagur, janúar 12, 2006

Draumahúsið

Fyrst ég er nú að vesenast þetta í myndunum mínum má ég til með að sýna ykkur draumahúsið mitt:
Yndislegt, ekki satt?


Svo gæti ég setið, eins og rithöfundurinn Mark Twain á ljósmyndinni, í ruggustól á pallinum á sólríkum sumardögum, hlustað á flugnasuð og fuglakvak, látið mig dreyma og hugleitt lífið og tilveruna, á meðan litla kisan mín léki sér glöð og kát við fætur mína.
Kannski gæti ég samið frægar skáldsögur líka, hver veit? :o) ->





<-Þetta væri ekki heldur slæmt !




Á VERÖNDINNI

flugnasuð
þytur í grænu laufi

lít í bók
með svaladrykk við hönd

sýg brjóstsykur
og læt mig dreyma

2 ummæli:

Inga Rannveig sagði...

Ég held barasta að þetta sé mitt draumahús líka...ég heyri í flugunum og finn sólina á táslunum... flott ljóð...er það frumsamið??

Saumakona - eða þannig sagði...

Takk!

Já, frumsamið; :o)
...held ég...
...stælt og staðfært;....er það þá fumsamið?
Þetta hefur nú svo sem vafist fyrir frægara fólki en mér...!? Ha ha ha...