miðvikudagur, janúar 11, 2006

Ég ætla að herma eftir henni Móu...

...og pósta hér mynd af mér frá því þegar ég fór í réttir með pabba og systrum mínum austan við Kirkjubæjarklaustur fyrir 51 ári síðan! Pabbi tók þessa mynd á fínu myndavélina sína.

Ég hef lært síðan að brosa oftar og meira, að vera ófeimin við að sýna tilfinningar mínar og að vera ekki hrædd um eða við að það verði hlegið að mér, og að það gerir þá ekkert til, því þá hlær maður bara líka með...

...sérstaklega þar sem og af því að ég er hvort sem er og
á annað borð, að því er mér er loks að skiljast, svo eðlisfyndin,
- þó það sé nú reyndar oft án þess að ætla mér það! :o)

1 ummæli:

Mo'a sagði...

I feel honored.......it is said, that the sincerest form of flattery is imitation.
You look so cute on this photo and so very serious. I used to go to rettir when I was little....loved it and was so impressed that the farmers knew their sheep by feeling their ears.