
Það var rosa gaman, þó ég yrði fyrir dálitlum vonbrigðum líka, því mér fannst þetta eiginlega ekki ekta Vínartónleikar eins og ég hafði hugsað mér þá. Yfirbragð tónleikanna var meira slavneskt en austurrískt, enda var stjórnandinn rússneskur í það skiftið og hafði víst valið efnisskrána og ekki svo mikið af þessari alþekktu og léttu Vínartónlist kenndri við Jóhann Strauss og syni hans Jóhann yngri, sem nefndur var "valsakóngurinn", Jósef og Eduard og son hans, Jóhann III.


Dadda-ra, da-radda-dadda-da, ...
...tralala, tralala,...*plop*! ;oD
Ég fann þessa hljómleikadagskrá á netinu, sem í mínum huga er alveg "ekta" Vínartónleikadagskrá og mig myndi langa til að fá að heyra!
P.s 8. jan. Var í heimsókn hjá foreldrum mínum áðan. Þau nutu tónleikanna vel, þeir voru mjög fjörugir og vel heppnaðir, enda var hljómsveitarstjórinn Austurríkismaðurinn Peter Guth, sem sagður er einn fremsti sérfræðingur heims í Vínartónlist, svo hann ætti nú manna best að vita hvernig ekta Vínartónleikar eiga að vera!
Og þessi dagskrá var nú líka alveg örugglega ennþá flottari og skemmtilegri en sú sem ég tiltók hér fyrr í blogginu :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli