Glæsilegustu kaupin voru auðvitað stór, rauður mexíkanahattur, útsaumaður með gullþræði og pallíettum, á kr. 300.-. Mjög svipaður þessum á myndinni, bara með gylltum og mun flottari útsaum.
Fín kaup voru nestistaska úr tágum, alveg eins og þessi á myndinni, með öllu nema ávöxtunum, eins og mig hefur alltaf langað í en hef ekki tímt að kaupa mér, líka á kr. 300.-.
Og svo auðvitað fleira dót og smotterí, til dæmis tveir aukabollar og diskar við ítalska stellið mitt...
Síðan var ég svaka dugleg og kom því loks í verk að fara bæði í endurvinnsluna með flöskur og dósir og í Sorpu með rusl og dót fyrir GH. Kom við í bakaríi í heimleiðinni og keypti bakkelsi með kaffinu. Þegar ég kom heim var Óskar búinn að þrífa stofugólfið og ganginn, þarft framtak sem fyllilega var kominn tími á í litlu íbúðinni okkar. Þannig að við sölluðum á okkur kaffi og kruðeríi og tylltum okkur svo út í garð í smástund í þessari sólarglennu sem skein á höfuðstaðinn í dag.
2 ummæli:
I need to go to this place when I go to Iceland. I love your picnic basket. That was great shopping. Don't you just love a bargain.
For sure I do!!!
Skrifa ummæli