Af hverju eru ættingjar mínir og vinir svona lélegir bloggarar, ef þeir blogga þá yfirleitt? Það líða margir dagar og jafnvel vikur á milli færslna...að ég tali nú ekki um þá sem ekki nenna einu sinni að vera með blogg! Þegar maður skoðar blogg hjá öðru fólki þá er hjá því að finna langa lista af bloggandi vinum og fjölskyldumeðlimum, heilu fjölskyldurnar þar sem allir eru með blogg. - Verð ég virkilega að vera ein um að halda uppi heiðri minnar familíu í þessum efnum? Ég bara spyr... !!!En þó er sá hængur á að ef sú væri skýringin ættu synir mínir að vera prýðisgóðir bloggarar, sem þó er ekki raunin, svo kannski verð ég að finna svör við spurningum mínum um þetta efni annars staðar. Hmm...
Geimverur blogga!
Það er svo kannski heldur seint í rassinn gripið að segja svona,
en segi það samt:
en segi það samt:
Verið nú stillt um helgina!
Sjálf er ég alltaf stillt og fer aldrei neitt um verslunarmannahelgina, nenni ekki að taka þátt í þjóðvegaumferð og meira og minna blautri tjaldvist þessa daga.

1 ummæli:
Ég á líka við þetta vandamál að stríða. Reyndar heldur dóttir mín úti myndasíðu og tengdasonur minn bloggar, en bókstaflega enginn annar í familíunni. Mjög fúlt.
Blogg-kveðjur, GAA (:-)
Skrifa ummæli