laugardagur, október 22, 2005

Hæ, hæ!

Fór samkvæmt áætlun niður á Hótel Frón kl. 6 í morgun að gefa morgunmat. Óskar var voða sybbinn eftir nóttina, svo hann fór heim kl. 8. Enda var það allt í lagi, það var allt mjög rólegt, því Airwaves liðið var meira og minna sofandi, svo þetta var bara smá reytingur af öðrum gestum. Fyrir utan nokkra bratta tónlistarmenn, um þá má lesa hér, en þessu er ég nú búin að vera að brasa í meira og minna síðan ég kom heim upp úr 12, ja nei, hefur nú verið að verða 1, því ég tók strætó. (Ég held að Hlemmur hljóti að vera næst-ömurlegasti staður borgarinnar, ömurlegast er húshræið vestast á Mýrargötunni, vestur í bæ.)

Óskar er vaknaður aftur og farinn út í bæ að hitta Helga og rukka hann í leiðinni um aurinn sem hann skuldar honum, vonandi ber það árangur og lendir ekki út í að hanga yfir kallinum einhvers staðar og rúnta með hann hingað og þangað. Hann Óskar minn er stundum alltof góður í sér. En að vísu hefur hann nú líka gaman af að vera með bróður sínum og jafnvel kannsi að taka þátt í einhverjum fíflaganginum sem hann finnur upp á, allt í lagi í hófi, finnst mér.

En nú ætla ég að fara að leggja mig og sofna aðeins, veitir ekki af þegar maður er búinn að vera á fótum frá því svona eldsnemma í morgun.
---
Horfði á Eurovision 50 ára og kosningu besta lags allra tíma í kvöld.

Engin ummæli: