þriðjudagur, október 25, 2005

Sunnudagur: Vinna, sofa, blogga - missti hálft templatið - eitthvert "spamm" örugglega, það er ég viss um! Fattaði í nótt hvernig ég gat lagað það, fór fram og græjaði það og fékk út úr því þessa fínu andlitslyftingu á músarbloggið mitt, sem ég var orðin svona dálítið þreytt á.

Mánudagur: Vinna, rólegt, mætti 8 og var ekki nema til 10.30. Bloggaðist þegar ég kom heim - hélt áfram að fixa til músarbloggið, það er að segja aðallega heimasíðuna. Nennti ekki niður í bæ á kvennafrídeginum, þrátt fyrir indælis veður; vissi sem var að bærinn yrði stoppfullur af fólki á þessum mikla baráttudegi kvenna, mikill hugur í konum. Lét nægja að gjóa augum á dagskrána í sjónvarpinu. Dreif mig í sturtu og lagði mig í smástund og fór svo á fund (annan hvern mánudag). Var mjög sybbin eftir bloggstand næturinnar og steinsofnaði um leið og ég kom upp í, sem er frekar óvenjulegt, svaf eins og rotaður selur til fyrramáls.

Þriðjudagur: Vinna, það var mjög rólegt, mætti 8 , þá fór Óskar, en ég var til að verða 12. Núna er Óskar kominn í frí og Hulda tekur við. Fór með mömmu í búð og drakk kaffi með þeim. Fór svo í Sorpu með meira dót. Kom heim og bloggaðist, horfði svo á fréttir og borðaði þessa fínu kjötsúpu sem Óskar minn sauð. Horfði á "Allt í drasli", það var sko drasl, jeminn, hjá Önnu á Hesteyri. Svo ætla ég að horfa á "Judging Amy" á eftir og fara svo að sofa!

Engin ummæli: