sunnudagur, október 30, 2005

Jæja! ...Búin að hafa það ansi náðugt, en fór samt að vinna í gær og í dag. Það var samt ekkert brjálað að gera, var búin 10.30 í gær og 11 í dag, var frá kl. 6.00. Lárus, sonur Óskars var hér hjá pabba sínum um helgina. Það var gaman að hafa hann, hann kemur aftur um næstu helgi.

Sjö hlutir sem ég ætla að gera í framtíðinni:
(veit ekkert hvenær, fyrir utan atriði númer 7 sem hefur verið sett á dagskrá nóvembermánaðar):

1. Fara til Frakklands í að minnsta kosti 3 mánuði og læra meiri frönsku.
2. Flytja til Kanaríeyja á veturna (ég elska ekki snjó!).
3. Kaupa nýjan bíl, af því Olli gamli er orðinn svo þreyttur.
4. Fara í hnattsiglingu.
5.
Stökkva í fallhlíf.
6. Verða virðulegt og skemmtilegt gamalmenni (það getur alveg farið saman að mínu áliti).
7. Fara í leikhúsið og sjá Sölku Völku.

Engin ummæli: