sunnudagur, október 30, 2005

Sá viðtal við séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur og Eddu Andrésdóttur í Kastljósi RÚV fyrr í kvöld, um bók þeirrar síðarnefndu um þá fyrrnefndu, sem heitir "Sólin kemur alltaf upp á ný" og kemur út á næstu dögum. Séra Auður er ákaflega jákvæð, skemmtileg og gefandi manneskja eftir þessu viðtali að dæma og ætla ég svo sannarlega að koma höndum yfir þessa bók og lesa hana.

Var að horfa á Kallakaffi. Þó húmorinn í þessum þáttum sé kannsi of einfaldur og alþýðlegur fyrir einhverjar snobbaðar hópkúltúrsmásálir, þá finnst mér þeir stórsniðugir. Vel leiknir þættir með liprum þræði, sem rennur vel í léttum sketsum fullum af hnittnum punktum og frábærum týpum, sem nokkrir okkar betri leikara túlka af snilld. Þáttaröð sem fór hægt af stað, en sækir í sig veðrið þegar á líður. Góð skemmtun.

Og svo er Örninn að byrja - honum missi ég helst ekki af, frekar en öðrum dönskum framhaldsþáttum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló Greta mín, ætlaði bara að kvitta fyrir mig, fylgist alltaf með þér svona reglulega.
Ég var að skoða minningarsíðuna sem þú skrifaðir um Jóhönnu Sveins., virkilega falleg síða, ég þarf að láta Hönnu vita af henni, ef hún veit ekki um hana.
Annars eru þau alltaf í Norður Ítalíu og Hanna gefur út disk fyrir jólin, hann bróðir minn segir svona í gríni að hann hafi gifst íslenskri konu en sé nú giftur Ítalskri konu, hún sé bara orðinn innfæddur Ítali.
Ég verð víst að vera á sama stað með bloggið mitt, því ég borgaði heilar 3.000 kr. fyrir árið og ætla að nota það alla vega. Er hægt að setja mikið af myndum á Blogger og kostar það eitthvað ?
Hafðu það gott dúllan mín,
kveðja, Þorbjörg