föstudagur, október 21, 2005

Klukkan er ellefu að kvöldi og Óskar er farinn niður á hótel á næturvaktina. Fór snemma, því frúin sem var á kvöldvakt er eitthvað að vesenast og vildi fara snemma.

Í dag keyrði ég pabba og mömmu til tannlæknis niður í bæ og svo fórum við í Kringluna og mamma var þar að snúast og versla, ég keypti líka smá, fyrst ég var komin á staðinn.

Annars erum við alveg óvenju staurblönk núna, af því vinnan á hótelinu fyrir mig hefur dregist svo saman. Ætli ég megi ekki til að grennslast fyrir á Kleppi, ég sá um daginn í blaðinu að það vantaði sjúkraliða, en kannski er búið að ráða. En ég tek þessu samt öllu með ró, fyrst Óskar gerir það líka, þá liggur mér heldur ekkert á og get alveg þolað smá auraleysi.

Fer niður eftir í fyrramálið klukkan sex að snúast eitthvað í kringum Airwawes liðið, fóðra það og svona.

Engin ummæli: