fimmtudagur, október 20, 2005

Jæja, vá, var rétt að skreiðast í fötin núna. Búin að fara í sturtu. Var að vísu búin að fara fram um 12 leytið og fá mér kaffi og orkukubb með sultu, namm, en fór svo aftur inn í rúm að lesa og lúra.
Svona eru nú sumir dagar hjá mér. Ég er alltaf frekar löt og syfjuð, svo er mér líka oft illt í öllum liðum og vöðvum og ótrúlega stirð eitthvað. Finnst ég ver tuttugu árum eldri en ég er. Þetta stafar ábyggilega af lyfinu sem ég er á, sem heitir Femar og virkar þannig að það bælir framleiðslu nýrnahettanna á östrogeni, þannig að krabbameinsfrumurnar í kroppnum mínum, þessar óstaðsettu og mjög svo óvenjulega hægfara sem bara sjást á blóðprufum, fái sem minnst að borða, gott á þær. En þar sem östrogen kemur við sögu við uppbyggingu vöðva og stoðkerfis, þá er þetta víst mjög algeng aukaverkun.
En í gær var ég þó rosa dugleg, hreinsaði út úr slatta af skápum og fór í Sorpu með eina þrjá poka af fötum sem ég ýmist hef aldrei notað eða er alveg hætt að fara í, ásamt poka með einu og öðru smáglingri. Mikill léttir! Sé fram á að bráðum verður pláss fyrir okkur í pínulitlu íbúðinni.
Hafði hugsað mér að halda þessari starfsemi áfram í dag, ég sé nú bara til hvað verður úr framkvæmdum seinna í dag, ef ég mér tekst að slíta mig frá tölvunni.

Engin ummæli: