Rosa rólegheit á mér í dag, var bara hér heima í afslappelsi, á ferðinni milli tölvunnar og þvottavélarinnar að þvo af mér leppana, milli þess sem ég drakk uppáhaldsdrykkinn minn, sem er Swiss Miss og borðaði ristað fransbrauð með bláberjastultu, nammi namm.Óskar var í dag að vinna við að laga hús á Laufásvegi með Helga bróður, kom heim um hálf sjö og núna hrýtur hann undir sæng í sófanum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli