mánudagur, nóvember 14, 2005

Hmm...já, segja sannleikann, sturtaði mig á þessum sunnudegi en klæddi mig ekkert og var á sloppnum allan daginn...svaf líka heilmikið á þessum þungbúna og dimma degi, leið samt vel...fór á fætur upp úr 11, lagði mig aftur um fjögurleytið til sex, kveikti þá á kassanum og bjó svo um mig undir sæng í Sigrúnar heitinnar föðursystur hægindastólnum mínum (hún gaf mér gamla stólinn sinn) og fylgdist svo með allri dagskrá, fréttum, Kallakaffi, Edduhátíð og síðast horfði ég á frábæra fransk-nepalska bíómynd sem gerist í Himalaya og heitir L´enfance d´un chef (Bernska höfðingja) - stórfín. Hef verið tiltölulega stillt í tölvumálum í dag, bara smá fyrr í dag (eftir að ég vaknaði!) og svo núna eftir mynd - vitaskuld ekkert á meðan ég góndi. Klukkan að verða 3 að nóttu, þá er það 1 Swiss Miss og svo í bólið - hætti þessu gaufi og býð góða nótt!

Himalaya - L´enfance d´un chef
Himalaya - A Chief´s Childhood
A monk´s milieu
The Film
Review

Engin ummæli: