mánudagur, nóvember 14, 2005

Vinna

Fór í dag niður á Klepp og spurði út í vinnu, jú , auðvitað vantar alltaf sjúkraliða...
Kíkti inn í gamla læknishúsið, hitti nú engan af þeim sem ég vann með, en hitti samt G. vin minn og spjallaði smá við hann.
Skrapp síðan í Góða Hirðinn, sá ekkert fallegt dót en keypti 3 bækur, 2 fræðslubækur mjög fínar frá Erni og Örlygi, á 200,- hvora, Efni og orka og Lífheimurinn, frá 1982, en varla hefur nú heimurinn breyst svo stórkostlega að í þeim sé ekki flest enn við lýði, og svo skáldsögu á 100,- sem heitir Homo Faber, útgefin 1987 hjá sömu útgáfu, eftir Max Frisch sem var Svisslendingur og einn fremsti höfundur þeirra og á þýsku á líðandi öld, eftir því sem segir á kápunni. Hann skrifaði bæði skáldsögur og leikrit, meðal annars "Biedermann og brennuvargana" og "Andorra", sem bæði hafa verið sýnd á Íslandi. Man að ég hlustaði spennt á "Andorra" í útvarpinu á sínum tíma, þar sem Kristbjörg Kjeld, mín uppáhalds leikkona, og Borgar Garðarsson léku aðalhlutverkin (segið svo að íslenskt leikhús hafi ekki verið framsækið á þessum tíma). Frekar spennt að kíkja á þessa bók, sem er nú ekkert of oft með mig og bækur í seinni tíð.
Henti svo heimkomin inn umsókn (um 70% vinnu) á vef Landspítala; svo er bara að bíða eftir símtali! Lítið verið framkvæmt það sem eftir lifði dags, enda komið myrkur, bara bloggast smá og horft á sjónvarp, samkvæmt venju.

Engin ummæli: