miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Varð nú frekar hissa þegar ég sá útkomuna úr þessu prófi. Ætla að prófa aftur. Hún er kannski af því ég sagði "já" við því að ég væri fyndin. En mér skilst nefnilega að ég sé oft mjög fyndin, án þess að vita af því sjálf eða reyna að vera það. Fellur það kannski undir "aulafyndni"? Hef nú frekar talið sjálfa mig heldur alvörugefna konu, að minnsta kosti á yngri árum, kannski er ég vaxin upp úr því...;-)
- Sama niðurstaða í annað sinn!Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?

Annars er lítið að gerast hjá mér, er sybbin og löt...
Fékk sterasprautu í öxlina í gær, en er ennþá alveg jafn aum.
Það hefur annars borið til tíðinda að öfugt við aðra fékk ég alvöru glaðning frá Tryggingastofnun, tilkynningu um útborgun á vangreiðslu þeirra til mín á síðasta ári upp á rúmlega 124 þúsund, ekki sem verst. Ætla þar með að fresta vinnuplönum til næsta árs, þar sem ég kem til með að eiga fyrir jólamat og kannski fleiru.
Alveg ótrúlegt annars að klippa bara sísvona á greiðslur til lífeyrisþega, sem sumir hverjir eiga meira að segja stutt eftir ólifað, hrein martröð að slíkt skuli eiga sér stað hjá "hamingjusömustu þjóð í heimi". Þeir hafa víst ekki spurt neina lífeyrisþega þegar könnununin var gerð, þó svo hamingjan sé ekki mæld í peningum, þá er fólk alveg örugglega ekki hamingjusamt að sjá fram á að borða vindsteik með loftsósu um jólin og geta í besta falli gefið afkomendum sínum sjónhverfingar í jólagjöf.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með glaðninginn frá TR, ég fékk líka smá glaðning, ekki samt alveg svona mikið, en þú átt þetta nú alveg skilið.

Nafnlaus sagði...

Ég er Fræðatröll, Greta mín, í hvaða partíum ert þú alltaf ?

Fræðatröll
Þú ert vanafastur, tilfinningaríkur innipúki.
Fræðatröllið er forvitið að eðlisfari og er köllun þess í lífinu að komast að sannleikanum. Fræðatröll má gjarnan finna í dimmum skúmaskotum bókasafna þar sem þau rykfalla og sussa á aðra gesti safnsins. Fræðatröllið klæðist gjarnan flaueli - nema þegar það er í tísku. Hringitónninn í síma þess er stefið úr þættinum Nýjasta tækni og vísindi, sem það grætur stöðugt að sé ekki lengur á dagskrá

Nafnlaus sagði...

sorry, Greta, þetta átti að vera kveðja Þorbjörg, öll kommentin, gleymi þessu alltaf

Greta sagði...

...hmm...þau hafa nú alveg farið fram hjá mér...