miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Þetta var útkoman hans Óskars (hann les Moggann áfram og valdi Bill Gates sem snilling en ekki Halldór Laxness eins og ég, annars völdum við allt það sama):Viðskiptajöfur

Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.

Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.

Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.

Það er toppurinn að vera í teinóttu.


Hvaða tröll ert þú?

Engin ummæli: