laugardagur, desember 17, 2005

Jórunn Brynjólfsdóttir



Mig langar að gera póst um mjög merkilega og alveg einstaka gamla konu og mikla vinkonu foreldra minna. Hún varð 95 ára 20. júní síðast liðinn. Hún er til heimilis á elliheimilinu Grund, en rekur samt ennþá vefnaðarvöruverslun sína við Klapparstíg. Leigubíll sækir hana á morgnana og hún er mætt í búðina kl. 10 á morgnana, síðan keyrir dóttir hennar hana aftur heim á Grund að vinnudegi loknum kl. 6 að kvöldi. Það er afskaplega gaman að koma í búðina til hennar, hún er vel með á nótunum um alla hluti og á eitt og annað fallegt til. Þið getið fræðst um hana, ævi hennar og störf, en ekki hvað síst merkilegt lífsviðhorf hennar og einstæða lífsgleði, í skemmtilegu viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 2001.
Hér er annað og lengra viðtal við Jórunni í Heimilispósti Grundar, bls. 15-24.

1 ummæli:

Mo'a sagði...

This is a wonderful story. She is a beautiful woman, with strong caracter and a wonderful role model.