fimmtudagur, desember 15, 2005

Nýtt starf - í alvörunni!

Jæja, gott fólk, í morgun hóf ég, á gamals aldri, nýjan starfsferil - ég er farin að bera út Fréttablaðið og nokkur DV til áskrifenda + Blaðið og BT-bæklinga, fyrir Pósthúsið eldsnemma á morgnana. Hugsaði með mér í morgun í myrkrinu að ég hlyti að hafa verið léttgeggjuð að bjóða mig fram í þetta. Dreif mig svo af stað og komst að raun um að mér finnst þetta bara gaman, fyrir utan hvað þetta er góð og nauðsynleg hreyfing og útivera fyrir mig, ekki veitir nú af, frekar en að kúldrast hérna allan daginn við tölvuna. Ég er nefnilega mjög löt að fara út að ganga hér í borginni, í algjöru "tilgangsleysi", sérstaklega ef veðrið er ekki gott, svo það er fínt að hafa eitthvað til að reka sig af stað og fín hreyfing að labba þetta og hlaupa upp og niður stiga. Ber líka út í svo skemmtilegri götu, hálfu Skipasundinu, sem mér hefur alltaf fundist svo kósý, alveg síðan ég átti heima þar í eitt ár þegar ég var 12 ára. Fínt að fá smávegis borgað fyrir að hreyfa sig, þó launin séu ekki há, betra en að borga svipaða upphæð fyrir líkamsræktarkort, sem áhöld eru um hvort maður myndi svo endast í að nýta. Kom heim alveg endurnærð eftir rúntinn, sæl og rjóð í kinnum eftir að vera úti í rokinu!

4 ummæli:

Inga Rannveig sagði...

Hæhæ og takk fyrir skemmtilegt komment og auðvitað fyrir að linka á mig...ég linka auðvitað á þig beint til baka...er að lesa bloggið þitt og skemmti mér frábærlega...alltaf gaman að kynnast nýju fólki (jafnvel þó að það sé bara á skjá :O)) já og til lukku með nýja starfið

Mo'a sagði...

Good for you, gamla min, LOL
I am amused that you such a young woman think of yourself as old :)Are you not the new 30? I was trying to place the area you were talking about, where is that? I need to get back to Iceland, it has been 2 years now since I have gone home.

Saumakona - eða þannig sagði...

Hæ, Móa, I guess I meant "old" for a "blaðburðarkrakki" hahaha...lol
Skipasund is close to Kleppur and Vatnagarðar, it´s the second "sund" down from Langholtsvegur, first comes Efstasund...
Yes, you must come home soon, girl ;o)

Mo'a sagði...

I know exactly where it is now. You said you lived in the neighborhood at one time.....I assume not at Kleppur:) I promised myself that in 2006 I will go back home :) So I guessed right you are the new 30.