föstudagur, desember 09, 2005

Kona Ársins


Það er þögn í salnum
og ég anda djúpt
reyni að þrýsta óttanum
burt úr rödd minni,
hjarta mínu.
Við hvað er ég svona ofsahrædd?

Og svo tala ég
um Það
Þið þegið og horfið
brún ykkar þyngist
Ég sé ykkur þröngva vantrú á andlitin
ykkur langar svo til að þetta sé ekki svona

Eitthvað er að tryllast í huga mínum
Hjartað slær svo þungt í brjósti mínu
þið hljótið að sjá það.
En ég bara tala áfram
um Það.... og áfram
Þangað til þið skiljið
og þá grátið þið líka.

Og svo þagna ég
Er búin að segja allt.
Síðan græt ég heillengi
Eftir mér beið heit hendi þín
faðmar ykkar allra
og mér var óhætt.

Thelma Ásdísardóttir

(flutt á málstofu Stígamóta um vændi, 9. mars 2002, í Norræna Húsinu)

1 ummæli:

Kelvin sagði...

Kia Ora (Hello) from a blogger in New Zealand. I cannot understand your language, but I was passing thru, so I thought I would say hello to you.