miðvikudagur, desember 07, 2005

Ég var voða dugleg í gær, tók svefnherbergið í gegn og gerði voða fínt þar og varð líka ágætlega ágengt að flokka upp úr kössum og raða í stofunni. Óskar var að vinna við flísalögn í allan gærdag. Svo fórum við í Háskólabíó í gærkvöldi og sáum Lord of War, með Nicholas Cage, meiri háttar góð mynd um vopnasala, óhugnanleg lýsing á umsvifum og ítökum þeirra í heiminum, svo maður fékk hroll.
Í dag var ég því miður ekki eins dugleg og ekki Óskar heldur, hann fór ekkert í vinnu fyrr en vel eftir hádegi og var kominn snemma heim, en ég er búin að hanga heldur mikið í tölvunni.
Ég þarf að skrifa eitt jólakort og koma því í póst á morgun, því þá eru síðustu forvöð að senda utan Evrópu, til "guðsonar" míns í SOS-barnaþorpinu Mussoorie á Norður-Indlandi. Hann er tíbeti og ég er búin að borga með honum í 11 ár, síðan hann var 11 ára, en fer bráðum að hætta, hann er orðinn svo stór. En fékk bréf um að hann hefði ekki staðist ársprófið í ár, þannig að það dregst í eitt ár í viðbót.
Á vefsíðu SOS-barnaþorpanna á Íslandi, er að finna upplýsingar um hvernig maður gerist styrktarforeldri. Einnig er hægt að styrkja einstök þorp, eða bara samtökin sem slík. Á síðunni eru líka seld jólakort og e-kort til styrktar starfinu.

Engin ummæli: