föstudagur, febrúar 03, 2006

Barnaland.is


Pú-ha!

Ég get svo svarið það. Svona eins og við að horfa á þessa mynd líður mér við að fara inn á síðuna barnaland.is og reyna að botna eitthvað í þeim umræðum sem þar eru í gangi. Þvílíkt bull og vitleysa og þröngsýnin í hávegum höfð, alla vega af sumum.
Ekki nema von þegar þar inni eru einstaklingar sem hóta fólki sem tjáir þar skoðanir sem þeim líkar ekki við að senda á þá handrukkara!
Ég hélt satt að segja í einfeldni minni að þessi vefur ætti að vera fyrir foreldra lítilla barna að tjá sig um barnauppeldi og önnur mál sem tengjast umönnun barna.
Kannski ég hafi misskilið nafnið eitthvað og þetta sé vefur handa uppkomnum einstaklingum sem ekki hafa enn náð því að verða fullorðnir að tjá sig.

Engin ummæli: