miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Umsóknin farin!

Jæja, kom því í verk að fara með umsóknina í póst sem er búin að liggja hér útfyllt síðan á sunnudag, eyðiblöðin komu í pósti á föstudaginn var. En það var svo sem allt í lagi þó það drægist, því á þessum dögum bætti ég ýmsu inn í færniskýrsluna sem ég þurfti að útfylla sem ég áleit að gæti komið að gagni við að skýra aðstæður mínar og líðan.

Ég sem sagt dreif mig núna eftir hádegið og kom þessu í póst. Fékk svo í því að ég var að skunda af staðnum þá snjöllu hugmynd að fá að tala við konuna sem sér um mannaráðningar og varð það úr að hún ætlar að ráða mig í afleysingar, í forföllum og fríum.

Þetta líst mér bara þrælvel á, þetta gætu orðið ca. 2-4 tímar á dag, mjög fínt og útiveran góð við að bera út ef gott er veður. Hún sagðist að vísu vera alveg nýbúin að ráða í "innistarf" við að raða niður einmitt þessum störfum o.þ.h., en ég er ekkert viss um að ég hefði neitt frekar viljað það. Þannig að okkur talaðist til að hún hefði samband ef með þyrfti eftir 1. mars, þegar ég verð líka búin að ná mér vel af flensunni illvígu sem hefur hrjáð mig undanfarna viku.
myspace
Júhú, það vorar og birtir....!!! ;o)



P.s. Kom svo reyndar við í "uppáhaldsbúðinni", þið vitið hver hún er, GH nefnilega, og birgði mig smá upp, þrátt fyrir blankheit, og fékk mér kaffi, mér finnst þetta alltaf jafn ótrúlega gaman og er ævinlega mjög hróðug yfir "djásnunum" sem ég dreg upp úr poka/um hér heima. Hann var bara einn í dag, sökum blankheita (svo var nú sem betur fer ekki mikið úrval í þetta sinn), en samt:

1 stk. blómpottur úr leir kr. 100.-
1 stk. lítill, málaður tréfroskur kr. 100.-
1 stk. jólasnjókall með áfestu vörumerki (="ónotaður") kr. 200.-
Samtals kr. 400.- (sem er 100 kr. minna en einn sígarettupakki).

Að auki fullt af alls kyns ókeypis lesefni sem mjög sennilega verður öllu skilað á sama stað aftur, ýmist lesnu eða ólesnu.

Engin ummæli: