fimmtudagur, mars 30, 2006

Ó, er ég ekki góð...?

MySpace Layouts- ég sleppti skápnum og leyfði fötluðum manni sem líka langaði í hann að fá hann, sýndist að hann langaði miklu meira í hann en mig, svo ég sagði honum að taka hann og ég myndi finna mér annan seinna. (Fattaði meira að segja eftir á að þetta var maður sem ég hjúkraði á Grensás fyrir ca. 5 1/2 ári síðan.) En svo fóru leikar auðvitað þannig að fyrst ég var komin inn í GH á annað borð, annan daginn í röð og strax við opnun kl. 12, meðan allt var enn fullt af vörum sem nýbúið var að setja fram, þá verslaði ég auðvitað slatta...

Glæsilegustu kaupin voru auðvitað stór, rauður mexíkanahattur, útsaumaður með gullþræði og pallíettum, á kr. 300.-. Mjög svipaður þessum á myndinni, bara með gylltum og mun flottari útsaum.




Fín kaup voru nestistaska úr tágum, alveg eins og þessi á myndinni, með öllu nema ávöxtunum, eins og mig hefur alltaf langað í en hef ekki tímt að kaupa mér, líka á kr. 300.-.



Hvítan garðstól úr tágum fékk ég líka, á kr. 500.-, fínn til að hafa úti í garði í sumar þegar maður skýst í sólbað!

Og svo auðvitað fleira dót og smotterí, til dæmis tveir aukabollar og diskar við ítalska stellið mitt...


Síðan var ég svaka dugleg og kom því loks í verk að fara bæði í endurvinnsluna með flöskur og dósir og í Sorpu með rusl og dót fyrir GH. Kom við í bakaríi í heimleiðinni og keypti bakkelsi með kaffinu. Þegar ég kom heim var Óskar búinn að þrífa stofugólfið og ganginn, þarft framtak sem fyllilega var kominn tími á í litlu íbúðinni okkar. Þannig að við sölluðum á okkur kaffi og kruðeríi og tylltum okkur svo út í garð í smástund í þessari sólarglennu sem skein á höfuðstaðinn í dag.

2 ummæli:

Mo'a sagði...

I need to go to this place when I go to Iceland. I love your picnic basket. That was great shopping. Don't you just love a bargain.

Saumakona - eða þannig sagði...

For sure I do!!!