þriðjudagur, mars 07, 2006

Æ-i...

...kæru blogglesendur, ég ætla að trúa ykkur fyrir því að núna er ég svolítið kvíðin, en samt í leiðinni létt, því læknirinn minn var að hringja að fyrra bragði og boða mig í auka-blóðprufu, sem ég hef nú í dálítinn tíma verið að hugsa um sjálf að fara fram á, í kjölfar þess hversu hægt mér heilsast af flensunni og er alltaf þreytt.
Þá skrepp ég bara í prufuna uppi í Mjódd, á meðan vinkona mín, sem er búsett í Þýskalandi en er stödd hér núna, verður í miðilstímanum sem ég útvegaði henni hjá miðli sem starfar í Kærleikssetrinu og ég var búin að bjóðast til að keyra hana í.

3 ummæli:

Mo'a sagði...

You are in my thoughts. I hope all is well and that the summer will give you your enegy back. I know the big C looms large in your thoughts.....you are already a miracle and hopefully will continue to be. I will be in Iceland in August and hope to meet you then. Take care and keep us posted.

me sagði...

Hvernig líður þér Greta mín, vona að það hafi komið allt gott út úr prufunum, og að þú sért öll að kma til.

Þetta er ég, stolið og stælt, og ekki endilega mínar skoðanir

Lalla

Saumakona - eða þannig sagði...

Takk, Móa mín og Lalla líka, fyrir góðar óskir til mín.

Mikið væri gaman að hitta þig í ágúst Móa, ég er strax farin að hlakka til. Þá verð ég líka orðin hress og kát, eftir sumarið, það er minn tími.

Ég er nú ekki búin að fá niðurstöðuna úr prufunni, en ég er að hressast, líka núna af því að veðrið er orðið betra, þá verður bjartara yfir öllu. ;o)