laugardagur, mars 11, 2006

Jæja...

...ég er nú búin að vera svo upptekin af JónínuBenmálum inni á Alvaran.com að ég er gjörsamlega búina að vanrækja litla bloggið mitt, skammi skamm...hmm...örlar hér á smiti úr þessum umræðum...gvöð!
Jæja, en ég smá potast við að laga til og þrífa hér í kringum okkur, farin að hressast ansi vel af flensunni og allt að koma til hjá mér. - - Bjartsýnin á uppleið!
Fór í gærkvöldi að heimsækja Rebekku, hún var söm við sig og gaf mér peysu, hún hefur oftast með sér einhverja gjöf til mín þegar hún kemur að utan. Hún er búin að fara í tvo miðlatíma og var ánægð með það, fannst það hjálpa upp á sálina, hún missti nefnilega tvítugan son sinn í fyrra, mikið áfall skiljanlega. Við vorum að spá í að fara í Þjóðleikhúsið í kvöld að sjá Pétur Gaut, en því miður var uppselt, svo ekkert varð af því. Hún fer út á mánudaginn en kemur aftur í sumar og verður hér í mánuð.
Ég fór að vinna á hótelinu í morgun, það var samt ekkert mikið að gera, en Óskar fór heim og lagði sig og fór svo upp í Mosó að smíða. Kom svo heim um 6 leytið og sefur núna fyrir vaktina. Kannski fer ég aftur í fyrramálið, ég er ekki búin að ákveða það, nenni varla, en sjálfsagt yrði Óskar feginn að fá að fara heim. Hef svo hangið mikið í tölvunni í dag í staðinn fyrir að leggja mig þegar ég kom heim og fara svo að gera eitthvað af viti, en svona eyði ég sumum dögum bara í vitleysu. Ætla samt að vera dugleg á morgun (segir sá lati).
Best að hætta þessu óspennandi rausi í bili, langaði bara að skrifa eitthvað hér í bloggið af því það er svo langt síðan ég hef póstað. Reyni að finna einhverja sæta mynd eða flotta til að setja hérna líka. Bæjó!

Hér er eitthvað um Pétur Gaut á norsk-íslenskum vef.

1 ummæli:

frettir123 sagði...

hi hi, hef aðeins orðið vör við þig inn á Alvaran.com, ég hef líka kýkst á http://www.hugsjon.com/sb/, og það er svo sannarlega hægt að festast í þessu máli, sem er með því furðulegasta sem ég hef heyrt í langan tíma. Varla veit maður hvað snýr upp né niður í þessu öllu saman, og best að fara að gera eitthvað annað, áður en maður verður ennþá ruglaðri.
PS. Ég á nokkur bréf !
Kveðja, Lalla