þriðjudagur, mars 14, 2006

Jibbí!

Sérfræðingurinn minn hringdi í mig í dag til þess að segja mér að ef eitthvað var þá kom blóðsýnið sem var tekið úr mér í seinustu viku betur út en það sem tekið var í desember síðast liðnum. Júhú!
Það var sem sagt bara flensuskrattinn sem var svona lengi að fara úr mér, enda er ég nú öllu miklu brattari núna en ég var fyrir viku síðan.
Svo hringdi ég áðan í TR og fékk þær upplýsingar að umsóknin mín væri á síðustu vinnslustigum og ég að ætti að geta treyst því að fá fyrstu inngreiðsluna um næstu mánaðamót. Púff, það var gott að heyra, ég er satt að segja orðin ansi leið á að hanga svona á hor-riminni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er gott að heyra þessar góðu fréttir, og það 2 á einu bretti.
Gott að heyra að allt er á uppleið hjá þér

Lalla

Mo'a sagði...

That is indeed good news :)))

Saumakona - eða þannig sagði...

Takk ;o)