sunnudagur, mars 12, 2006

Rakst á þetta á netinu...

...þetta er EKKI um mig:

Saumakona fæst ekki til að stoppa, þegar hún er byrjuð að halda
tölu, og prjóna við sögu, og spinna lygavef og tvinna allt saman og spotta
menn og fara ofaní saumana á hlutunum sem eru nýir af nálinni og sauma að
fólki sem er á nálum og er að reyna að bæta ráð sitt og bíta úr nálinni,
... æ æ þar missti ég þráðinn!

5 ummæli:

me sagði...

Halló aftur Greta, vona að það sé hægt að ná í þig hér annað slagið, en að þurfa ekki að fara inn á Alvaran.com til þess .... joke ...hehe .... ertu nokkuð að festast þarna?
En mig langar að spyrja þig, því ég veit að þú ert svo vel að þér í öllu svona, geturðu bent mér á eitthvað sem er bjúg / vatnslosandi? Ég fæ svo mikinn bjúg út af lyfi sem ég þarf að taka, og er að fara í 4 fermingarveislur, og allar myndir af mér ömurlegar. Ég er öll eitthvað svo þrútin í andliti, endilega láttu mig vita ef þú mannst eftir einhverju svona í augnablikinu, veit að það eru til bjúgtöflur, en það var einhver læknir sem sagði mér að eina sem þær gerðu væri að rugla vítamín og steinefna forða líkamans.
kveðja, Lalla

Saumakona - eða þannig sagði...

Mig minnir að það sé gott að drekka te af þurrkuðu birkilaufi sé gott.
Annars ráðlegg ég þér að fara í Heilsuhúsið og spyrja afgreiðslufólkið þar, það veit þetta alveg örugglega og getur ráðlagt þér hvað sé best.

Ég er að hugsa um að færa mig meira á málefnin, líst betur á það eftir síðustu úlfúðarskrifin á alvörunni.

Kveðja, Greta.

Saumakona - eða þannig sagði...

Öfugt við þig! ;o)

me sagði...

Nú hvað skeði á Alvaran.com, eitthvað leiðinlegt, mér finnst allir rífast og vera hundleiðinlegir þarna á Málefnin.

PS. Bréfin hennar JB eru plat, ég ætla ekki að fá hana á eftir mér, var að sjá hvort ég fengi einhver viðbrögð við þessu.
Ég veit, ég á mér ekkert líf ( fyrir utan tölvuna )

Lalla

Saumakona - eða þannig sagði...

Mér bara finnst leiðinlegt hvernig Keli, Skorrdal og fleiri eru búnir að vera að skíta hann Stefán, sem á Málefnin, út í gær, þó svo til að byrja með hafi þeir staðið með honum og varið hann. Mér leiðast svona kúvendingar, annað hvort stendur maður með einhverjum eða ekki. Og undir stjórn Cesil er fólk hætt að rífast þarna á Málefnunum, mestu leiðindapúkarnir og dramadrottningarnar virðast farnir annað!