laugardagur, mars 18, 2006

...walk the line...

myndina um um Johnny Cash í gærkvöldi...hún er flott!
Þó finnst Kathy Cash, einni dætra Cash og Vivien, fyrri konu hans, að móður sinni og þeirra systra hafi ekki verið gerð sanngjörn skil í myndinni, en aftur á móti er talað um það annars staðar að samband hans við June, seinni konu sína, sé full "rómantíserað" í henni, á kostnað þess sambands sem söngvarinn átti við Guð almáttugan. Kíkti á nokkra dóma um myndina á netinu, þar sem menn eru ekki sammála um hvort hún sé góð eða slæm, frekar en fyrri daginn. Hún fékk víst slatta af Óskurum, sem segir nú samt ekki alla sögu. Mönnum ber saman um að hún sé mjög vel leikin, þó menn séu ekki á eitt sáttir um handritið, framsetninguna og þá mynd sem dregin er upp af persónunum.
Johnny Cash var fæddur 26. febrúar, 1932 og dó 12. september, 2003. Hann hélt áfram að koma fram og skemmta fólki alveg fram á sína síðustu daga.




Engin ummæli: