|
Kemur ekki alveg á óvart...
Sem minnir mig á að ég ætlaði alveg að fara að biðja um gott ráð til að koma mér upp úr sófanum og byrja að þrífa rykið hér í íbúðinni og raða draslinu mínu, svona áður en páskahátíðin gengur í garð...núna er ég á því stigi að langa mest til að henda öllu heila klabbinu...!!!
Vill ekki einhver boða komu sína í heimsókn, stundum er það ráð sem dugir til að ég taki mig til og glanspússi heimilið...
En bangsarnir mínir 30+ fara að minnsta kosti ekki aftur þangað sem meiri hlutinn kom frá...sem er, gettu betur...GH...;o)
Úff, "hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna"...í draslinu mínu!
Það sem fer mest í mig við að þrífa hér heima hjá sjálfri mér eru öll helv. hárin af sjálfri mér út um alla íbúð. Ég ætti kannski að fara að íhuga að ganga með hárnet hérna heima, eins og gömlu konurnar gerðu í ungdæmi mínu?
Væri ég ekki glæsileg svona?
Jæja, búin með baðherbergið, í bili...nú fæ ég líka góðan kaffisopa! Með mjólkurdreitli, en engum sykurmolum, hvað þá súkkulaðimola, því hann er ekki til.
Búin að þvo gardínurnar í ganginum, endurraða í eldhússkápum og fleygja í leiðinni slatta af útrunnum matvælum, það er að segja hveiti og hafragrjónum frá 04!
Og nú er ég að borða ís...
...nammi-namm ;o)
Horfði svo á "The Final Cut" með Robin Williams á myndbandi, hún er sko spúkí! Horfði í gærkvöldi á "Something´s Gotta Give", hún var ansi fyndin, í betri kantinum, Jacko kallinn er nú orðinn ansi hreint kallalegur, enda ekkert unglamb lengur.
1 ummæli:
Sé að þú snappar í netprófunum við og við eins og ég :) Mín dauðasynd var Lust.....kjaftæði bara. Hei og ég er líka Carrie í Sex and the city. Fann líka í einu prófi að einn helsti kostur minn er hvað ég er áreiðanleg hehe. Gaman að þessu rugli.
Gleðilega páska by the way :)
Skrifa ummæli