fimmtudagur, apríl 27, 2006
Mjallhvít
Vissuð þið að fyrirmyndin að Mjallhvítu í teiknimyndinni hans Walt Disney´s var íslensk stúlka, sem hét Kristín Sölvadóttir og varð síðar húsmóðir og margra barna móðir í Reykjavík? Meira um það hér. Ætli hún sé ekki líka þar með eini íslendingurinn sem hefur orðið svo frægur að fá að prýða bandarískt frímerki, mætti segja mér það.
Annars var ég voða dugleg í gær og fór og lét flikka upp á hárið á mér og fór svo í Smáralind og dressaði mig aðeins upp, fékk mér svartan kjól og rauðan bol frá til að vera í undir honum frá Coast og rauða bandaskó við, svo nú verð ég aldeilis frambærileg og fín í þeim veislum sem til standa hjá mér á næstunni, sem eru ferming 6. maí og stúdentsafmæli þann 13. maí.
Svo fer ég í fyrsta yogatímann núna á eftir, vonandi gengur það þokkalega...
Kannski fer líka svo að ég nái af mér svolitlu af kerlingarspikinu sem tekið er að láta á sér kræla utan á mér og skapraunar mér við að velja mér ný föt!
P.s. Það var æðislegt í yogatímanum, og auka bónus var það að Ástríður, bekkjarsystir mín úr 4-A í Hamrahlíðinni, er líka í þessum tímum, svo nú kem ég til með að hitta hana þarna tvisvar í viku í framtíðinni. Alltaf gaman að vera með einhverjum sem maður þekkir í svona tímum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli